You are here:

Nýsköpunin

Mörg námskeið og ráðstefnur fjalla um hvernig best er að undirbúa sig fyrir eftirlaunaaldurinn. Flest, ef ekki öll, beina athyglinni að fjármálum eða heilsu. Oftast standa fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir fyrir þeim fyrri en heilbrigðis- eða félagsmálastofnanir fyrir þeim síðari. Nokkur fyrirtæki og stofnanir standa fyrir stuttum fræðslufundum fyrir sína starfsmenn. Á hinn bóginn virðist sjaldgæft að athyglinni sé beint að því að hefja þennan undirbúning snemma. BALL verkefnið mun hvorki beina sjónum að fjármálum né heilsu enda þótt hvoru tveggja sé auðvitað mikilvægt til að þriðja æviskeiðið geti orðið farsælt. Nýbreytni verkefnisins felst í því markmiði að þróa og prófa leiðbeiningar og aðferðir til þess að fá folk, sem er að nálgast eftirlaunaaldurinn, til að undirbúa að þriðja æviskeiðið með áherslu á nám, umhverfi og andblæ menningar, og miðlun þekkingar og auka þannig eigin lífsgæði. Mikil áhersla er á að þessi undirbúningur hefjist snemma og sé markviss. Á sama tíma verður auðveldara að nýta þekkingu og reynslu þessa stóra hóps samfélaginu öllu til framdráttar.

 

 

Facebook Link      Twitter Link     YouTube Link     Google+ Link     RSS LINK